6 vikur á paleo

Jæja, komin tími á einhverjar niðurstöður.

Til að byrja með þá er ég enn goslaus (frá áramótum). Hef samt alveg farið í sleik við pepsi dós af löngun en stóðst samt mátið að opna hana. Ég hef minnkað paleo í svona 70-80%, allur matur sem við eldum er 100% paleo meira og minna. Leyfi mér nammi af og til, en ég fæ svo heiftarlega í magann af því að ég torga minna en ég gerði áður. Við kaupum bara ekki brauð inn og því er ekkert brauð borðað nánast.

Ég fékk svo niðurstöður úr fitumæling, fór í byrjun jan og svo aftur í síðustu viku. Ég verð eiginlega að segja að ég er í sjokki.

Missti 2,6 kg og er núna léttari en ég var fyrir meðgöngu. Ég minnkaði ummál á upphandlegg, læri, rass og maga. Mest fór af maganum eða 4,5 cm. Eeeeeen ég minnkaði fituprósentuna um 6,2 prósent. Ég er s.s. núna að detta í skilgreininguna íþróttakona (í fitukvarða). 

Ég ætla samt ekki að gera lítið úr undratækinu henni Lilja sem drekkur og drekkur þessa dagana. Ég hef lítin áhuga að missa fleiri kíló, finnst ég komin með ansi rýra fætur. Þannig planið er að passa að borða nóg, og stefni á að bæta á mig vöðvum. Langar að efla mig í armbeygjum. Svo er grindin öll að koma til þannig ég er farin að geta hlaupið, hægt bara. 

Ég á fyrir og eftir mynd af maganum á mér en eins og er legg ég ekki í að sýna það. Einhver spéhræðsla.

S.s. paleo og almennt hollt mataræði, æfingar 3x í viku plús göngutúrar, ásamt mjólkurgjafabrennslu eru að skila mér mjög góðum niðurstöðum. Er tilbúin fyrir Flórída jeeee

Advertisements

Bananas

Ég skellti í eitt paleo bananabrauð og það var svo gott að ég ætla að deila uppskriftinni.

1 bolli möndlusmjör (bolli er sirka 237 ml skvt uppskriftinni)
1 bolli möndlumjöl
3 þroskaðir bananar
2 egg
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft

Öllu hrært vel saman. Smurði brauðform og hellti svo deiginu í. Hitaði ofninn í 160 gráður með viftu og hafði í 30 mín. Uppskriftin sagði 35-40 mín en ofnar eru mismunandi þannig mér finnst ágætt að stytta tímann þegar ég er að gera í fyrsta sinn. Og 30 mínútur voru alveg nóg. Brauðið dúnmjúkt og gott.

Image

Höfðum svo lax í kvöldmat og steiktum kúrbít og sætar kartöflur með.

Image

Helgin

Laugardagurinn var allt annað en paleo en góður var hann. Enduðum daginn á Tapas barnum í góðum félagsskap og röltum svo yfir á Loftið. Nýr staður þar sem La Prima Vera var áður. Mikið var hann fallegur að innan og kokteilarnir jafn fallegir. Setning kvöldsins var: Það er rosalega mikið áfengisbragð af þessum kokteil. 

Image

 

Ég byrjaði sunnudaginn betur og fór og verslaði heldur betur inn. Fór í Krónuna, Hagkaup og Víði til að fá örugglega allt sem mig vantaði. Gerði dauðaleit af frosnu avókadó þar sem það er ekki in season núna. Ég kaupi rándýra poka og eftir 3 daga er allt orðið ljótt og trenað. Þannig ég fann frosna bita í Hagkaup.

Image

 

Ég fékk mér reyndar hafragraut í morgun, enda lítið til á heimilinu og allir frekar þreyttir. Rosa gaman að fá sér smá í glas fá að sofa í einn og hálfan tíma og vera svo vakin af Lilju. Það eitt og sér gefur manni þynnku. Lilja ákvað að vera snuddukelling þannig að reglulega í alla nótt þurfti að stinga uppí hana snuðinu. Skynsemin í drykkju skilaði engu og þegar var kominn tími til að vakna leið mér eins og ég hafði djammað til 6. 

Annars vorum við öflug í eldamennskunni í dag. Omeletta með sólþurrkuðum tómötum og spínati (ala Davíð), paleo eplakaka (ala Ellen) og paleo nautakjötsgúllas (ala Davíð). Allt mjög gott þó svo að eplakakan hefði mátt vera aðeins styttra inn í ofni. Ég skellti svo smá grísku jógúrti með en kakan var alveg sykurlaus. Frekar grískt jógúrt heldur en dísæt kaka. 

Image

 

Mánuðurinn er alveg að vera búinn og ég er enn goslaus, vúpp vúpp. Þyngd og mælingar teknar á morgun og svo er planið að borða almennt paleo. Okkur líður vel á þessu og stefnum á 70-80% paleo. En svo er Flórída í mars og mig dreymir um Olive Garden, Cheesecake factory, ALVÖRU mexíkanskan mat, Firehouse sub….. matarperrinn mættur. 

Ég er á lífi

Þessi vika byrjaði svo vel. Davíð elda þorsk fyrir okkur á mánudaginn. Hann er orðinn ótrúlega góður fisk kokkur og ég kann betur og betur að meta fisk.

Image

 

Þriðjudagur var aðeins slakari en ég fann uppskrift til að friða mig. Gerði fajitas en vafði því bara inn í salatblað.

Image

 

Ég marineraði kjúklinginn, lauk og papriku í klukkutíma og bætti við smá bjór í maríneringuna. Steikti svo allt saman. Gerði svo salsa og guacamóle frá grunni. Þetta varð bara svona fingramatur. Mjög gott. Þar sem sýrður rjómi er nó nó þá gerði ég þetta ekkert voðalega sterkt. 

Á miðvikudag fór þetta svo í ruglið, ég endaði á læknavaktinni útaf sýkingu. Davíð að vinna frameftir, engin orka í mér og tilheyrandi sjálfsvorkunn útaf veikindum. Ég pantaði pizzu…. jebb ég féll. Í gær fékk ég mér svo sushi. En ég hélt samt áfram í gosleysi og er ekki að fá mér brauð á daginn. Þó svo smá nammi hafi læðst inn í mataræðið þá er ég enn að borða mun meira af grænmeti og ávöxtum en áður.

Eftir að hafa “svindlað” svona finn ég að mig langar bara að halda áfram að borða hollt. Mér líður betur og ef ég ætla að leyfa mér þá verður það að vera eitthvað gúrme.

Mér sýnist á öllu að það verði bara ein æfing í þessari viku þökk sé þessum veikindum. En um leið og heilsan lagast þá dríf ég mig. 

Honesty is the best policy

Það var engin rosa harka um helgina, en það er allt í góðu. Föstudagurinn var mjög fínn og ég skellti mér svo á aukaæfingu seinni partinn. Við ákváðum að leyfa okkur og útkoman var þessi.

Image

Image

Ég setti smá feta á salatið og fékk bernaise með kjötinu. Svo var gúrme rauðvín og hálfur draumur.

Laugardagurinn var reyndar fínn líka, egg, smoothie, steikt grænmeti, kjúklingur. Við nenntum ekki að elda kvöldmat og ég náði í kjúkling á Hanann í skeifunni.

Á sunnudeginum var mér boðið í amerískar pönnukökur hjá litlu systur. Eflaust út af hveitileysi síðustu daga, þá kom ég niður bara 2 stykkjum og var þá að springa. Áður hefði ég torgað mun fleiri.

Ég tók mig svo til og eldaði á sunnudagskvöldið úr uppskriftabók sem ég keypti. Kúrbítslasagna. Ég skar niður kúrbít í þunnar sneiðar sem var svo notað í staðinn fyrir lasagna plötur og steikti hakk. Ég fann ekki ítalska pulsu til að steikja með hakkinu eins og uppskriftin gerir ráð fyrir þannig ég skar niður beikon. Þetta var mjög fínt. Kannski ekki nógu gott samt til að við fáum löngun í þetta aftur.

Image

Tók súperhollan hádegismat á Lifandi Markað í hádeginu. En um þrjúleytið var Lilja súperhress en ég að sofna. Þannig ég var bara allt í einu komin með heitt kakó og Lindu Buff (aldrei að eiga til nammi heima). En ég er bara mannleg.

Image

Að öðru skemmtilegu þá eru komnir 21 dagur án gos. Drekk bara vatn fyrir utan stöku kaffibolla og kakó. 1,5 kg farið og ég bara mjög sátt. Fishí í kvöld. Over and out

Innihald

Ég fór í Bónus á miðvikudaginn og gladdist mjög að sjá möndlumjólk á 300 kr. Ákvað samt að kíkja á innihaldslýsinguna. Einhver staðar heyrði ég að innihaldinu sé raðað eftir magni, þeas að það sem mest er af kemur fyrst (sel það ekki dýrara en ég keypti það). Á þessari blessuðu fernu stóð Innihald: water, corn syrup, almonds…. Namm meira af corn syrup heldur en möndlum. Ástæðan komin afhverju þetta var svona ódýrt. Og fyrir utan það að mig langar ekkert að kaupa hollustuvöru svo kallaða sem er með corn syrup. Fór svo á enn meiri bömmer þegar ég kíkti á möndlumjólkina sem ég átti heima, Water, almonds, agave. Nú er agave ekkert betra heldur en annað samkvæmt sérfræðingum. En ég tók gleði mína á ný þegar ég fór í Víði í dag og fékk möndlumjólk án allra aukaefna.

Ég hef orðið mikinn áhuga á næringu og fannst áhugavert að horfa á fyrirlestur sem Robert Lustig hélt um sykur. Þegar ég sá svo að hann var að gefa út bók ákvað ég að kaupa hana, hún heitir Fat Chance: beating the odds against sugar, processed food, obesity and disease. Snilld að eiga kindle. Fjárfesti svo líka í paleo kokkabókum. Nóg að lesa þegar Lilja sefur.

Mataræði í dag og í gær var ekki alveg 100% paleo. Morgunmaturinn er alltaf 100%. Hádegið í gær var smoothie og harðfiskur, ávextir og hnetur í millimál en svo var okkur boðið í mat til mömmu og pabba. Þau voru með vængi, salat og grænmetisvefju. Þannig ég fékk mér yfir leiknum og leyfði mér vefjuna (kornvara). Um tíuleytið varð ég aftur svöng og harðsauð egg. Hugmynd frá Hönnu og Smára.

Í dag fór ég á kaffihús í hádeginu, þar sem um var að ræða 2 einfalda barnavagna og 1 tvíburavagn þá var ekki mikið úrval af stöðum. Ákvað að vera ekkert að vesenast og fékk mér samloku með osti og sólþurrkuðum tómötum og kaffi. Tvisvar kallaði starfsmaður yfir staðinn (sem var lítill): það er barn að gráta hérna úti. Bæði skiptin var það mitt barn, vá mamma ársins. Ég var södd frameftir degi af samlokunni líklega útaf kolvetnaleysi síðustu daga. Í kvöldmat var svo kjúklingaréttur sem ég gerði um daginn og blómkálshrísgrjón með. Er að elska þessi blómkálshrísgrjón.

Engin mynd í dag.

 

Svindl og ekki svindl

Ég er vanaföst og því ekki skrýtið að ég er meira og minna með sama morgunmatinn alltaf.

  • 2 egg
  • 2 beikon (þarf kannski að fara slaka á beikoninu)
  • appelsína (bætti við avokadó í morgun)
  • vatnsglas
  • lýsi
  • d-vítamín
  • járn

Hádegismaturinn í gær var smá erfiður. Frænka mín er á landinu og bauð í hádegismat. Hún bauð svo upp á brauð og álegg. Ég hafði ekki mikinn áhuga á að mæta með minn eigin mat þannig ég ákvað að gera þetta eins hollt og ég gæti. Fékk mér t.d. ekki hvítt brauð. Fékk mér hrökkkex með smjöri og grænmeti, sleppti osti. Fékk líka banana. Þegar ég kom heim fékk ég mér vínber og sveskjur.
Davíð vann frameftir og Lilja var ergileg og vildi bara vera í fanginu á mér, einhver vaxtakippur í gangi. Þannig hvorugt okkur nennti að elda. Þá var 2 fyrir 1 á Lifandi markað og Davíð náði sér í fisk og ég fékk grænmetisrétt. Og svo salat með, slepptum hrísgrjónum.

Dagurinn í dag er búinn að ganga furðu vel þrátt fyrir eina litla sem vill bara vera í fanginu á mér og sofa. Fékk mér típískan morgunmat, gerði smoothie í hádeginu og nartaði í harðfisk. Í kaffinu fékk ég mér smá appelsínu og kasjúhnetur.
Kvöldmaturinn var svo urriði úr frystinum sem ég eldaði. Gerði þessa maríneringu. Skar svo niður sætar kartöflur, gulrætur og kúrbít. Allt var þetta eldað í ofni.

Image

 

Ég og Davíð ákváðum svo að skipta á milli okkar dögunum. Þannig ég má velja hvað er á mínum dögum og öfugt. Svona í staðinn fyrir að hringjast á og spurja hvort annað, hvað eigum við að elda í kvöld.

Ég legg til að þið skoðið Punchfork síðuna. Hún er algjör snilld. Því miður er pinterest búin að kaupa síðuna og hún verður sameinuð pinterest 15. mars 😦 

En það eru komnir 15 dagar á paleo og því um að gera að taka svona milestones (á lélegri íslensku). Ég hef ekki misst fleiri kíló fyrir utan þetta eina. Hins vegar mældi ég mig 1. jan og aftur áðan og er 2 cm farnir á lærinu, 1 cm á rass/mjöðmum og 5 cm á maganum. Ég er ánægðust með magann enda enn að losa mig við meðgönguspik. Þetta er allt að koma, ég er að æfa lágmark 3x í viku: 2x mömmuleikfimi, 1x spinning og svo reyni ég að taka göngutúra. Væri samt alveg til í að lyfta meira, finnst fæturnir heldur rýrir. Væri nú til í að taka nokkrar góðar hnébeygjur haha.

Later

Helgin

Bloggleti að hrjá mig. En verð nú að gera upp helgina. Það var egg, beikon og appelsína alla morgna, fös, lau og sun. Get ekki munað hvað ég fékk mér í hádegismat á fös en í kaffinu gerði ég möndlumjöls pönnukökur fyrir mig og Ernu frænku. Settum svo jarðaber ofan á og ég fékk mér kakó (smá svindl) eftir að hafa tekið klukkutíma labbitúr. Tengdó bauð okkur svo í mat um kvöldið og þar sem þau eru líka á paleo var það brilliant. Kókoskjúklingur og salat. Tengdó gerði svo sósu úr kókosmjólk og kryddum. Mér fannst það mjög gott. Borðaði mjög mikið (fyrir mig) enda nýbúin að klára erfiðan spinning tíma.

Image

Laugardagurinn var svindl dagur. Fékk pizzu á saffran. En hún var góð. Fór svo í strandblak (mæli með því). Meirihlutinn ræður og fórum við nokkrar á saffran (aftur) og ég fékk mér sæta kartöflu og smá súkkulaðibúðing. Kvöldmaturinn var lamb og með því. Svo datt ég í smá súkkulaði. En ákvað samt að leyfa mér ekki gos. Ætla halda áfram alveg gosleysi, komnir 14 dagar. 

Image

 

Sunnudagurinn var paleo morgunmatur, upphituð súpa (heimagerð), grænn smoothie, ávaxtasalat ala Erna frænka og svo lambalæri hjá tengdó. 

Image

 

Later

Súkkulaði er svo gott

Morgunmaturinn var típískur. Ætla samt að breyta til á morgun og gera omellettu.

Hádegismatur var afgangur af kjúlla og salat með.

Image

 

Í einhverju brjálæði langaði mig í smá sósu og skellti sinnepi á (hreinu) og saup hveljur við fyrsta bitann. Ekkert smá sterkt. Hrærði svo í þessu öllu og þynnti aðeins út sinnepið. Reddaðist.

Fór með afganginn af frönsku súkkulaðikökunni til litlu systur. Það var einbeittur brotavilji og ég fékk mér sneið. Neita að fá samviskubit, enda á að njóta ekki láta sér líða illa yfir að hafa borðað eitthvað.

Kvöldmatur var heimagerð súpa. Gulrætur og tómatar voru meginuppistaðan, uppskrift frá mömmu. Og að sjálfsögðu kókosmjólk í henni. Fannst vanta prótín með þannig ég gerði linsoðið egg og dró fram eggjabikarinn minn.

Image

 

Annars af heilsu er allt gott. Ég er hætt að prumpa, tmi ég veit. En samt svo mögnuð staðreynd að ég varð að segja frá. Maginn er sem sagt í toppstandi. Það er alveg nýtt að ég sé ekki að fara sofa með útþaninn maga. Ég er með jafnsléttan maga á kvöldin og á morgnana. Ég var líka svo gjörn að finnast ég ekki södd og fylla upp í “tómið” með kolvetni, brauði, hrísgrjónum og svofrv. Núna er ég södd og vel nærð en er aldrei að borða á mig gat. Líður bara vel. 

Ekkert afmæli í dag

Aftur á paleo. Morgunmaturinn var frekar típískur, egg, beikon og appelsína. Og svo lýsi, D-vítamín og járn. Þrenna sem ég hef tekið síðan ég átti Lilju. Þurfti af illri nauðsyn að fara að taka járn þar sem ég þurfti að vinna upp smá blóðskort, indælt.

Hádegismatur eftir þrekpróf í morgun var smoothie og harðfiskur. 

Prufaði nýtt í snarlinu í dag, skar niður grænmeti og vafði kálblaði utan um. Bætti líka við möndlumús/smjöri við. Ágætis snarl.

Kvöldmatur var heill kjúklingur. Studdist við þessa maríneringu. Skar niður sætar kartöflur og henti í ofn. Svo gerði ég salat með spínati, gúrku, tómötum og döðlum. Kreisti svo lime yfir.

Image

Ég er alveg að farast úr nammilöngun núna. Fékk mér kristal plús til að reyna slá á. En ég veit af súkkulaðiplötu upp í skáp. Afgangur eftir að ég bakaði afmæliskökuna. Ekki málið að eiga til freistingu upp í skáp. Ef Davíð myndi segja við mig núna: Gefum skít í þetta, förum og fáum okkur nammi. Þá myndi ég ekki berjast á móti. Naaaaaaaaaaaaaammmiiiii