Ég hef ákveðið að fara á paleo mataræði í allan janúar og til að auka pressuna á sjálfa mig þá ætla ég að blogga um það. Fyrir þá sem ekki vita hvað paleo/steinaldarmataræði er þá snýst það um að borða eins og steinaldarmennirnir, svona í grófum dráttum.

Það sem má:

  • Allt kjöt, fiskur og aðrar sjávarafurðir, allt óunnið að sjálfsögðu
  • Grænmeti
  • Ávextir
  • Hnetur, fræ og egg

Bannað:

  • Kornvörur (hveiti, haframjöl og svo frv)
  • Mjólkurvörur
  • Baunir
  • Sykur

Þetta er mataræðið í grófum dráttum, ef þið hafið áhuga að lesa ykkur nánar til þá er þetta fínasta síða Paleo Diet Lifestyle.

Mjólkurvörurnar á ég ekki erfitt með enda með mjólkuróþol og notast nú þegar mikið við kókosmjólk og sojamjólk. Hinsvegar er sojamjólk (baunir) bönnuð þannig ég ætla snúa mér meira að kókos og möndlumjólk.

Held að sykurinn og kornvörur (brauð) verði erfiðast, sérstaklega eftir jólin. Það er eins og neysla á sykri kalli á meiri sykur.

Stefni á að blogga á hverjum degi, segja frá matarplani hvers dags, mæla með uppskriftum og síðum, segja hvernig gengur og hvernig líðanin er.

Úff gangi mér vel á nýju ári.

Advertisements