Jæja, fyrsta máltíð dagsins var hádegismatur þökk sé litlu svefnpurkunni minni.

Image

 

Allt saman paleo samþykkt:

  • 3 egg (brúnegg)
  • 2 beikonlengjur
  • smá avokadó (góð fita)
  • Vínber, hindber, bláber (í skálinni)

Yfir daginn nartaði ég svo í epli, sveskjur, vínber og fékk mér smá kasjúhnetur.

Fórum svo í afganga hjá tengdó og ég svindlaði smá. Fékk mér hangikjöt (var ekkert búin að fá um jólin) og waldorfsalat (sýrður rjómi). Hitt var í lagi, kalkúnn, sætar kartöflur og heimagert rauðkál (eða er það svindl líka). Og það var engin sósa með þessu. 

Mig er búið að langa í nammi í allan dag, og það var erfitt að horfa á Davíð fá sér jólaöl með kvöldmatnum.

Planið á morgun er að henda úr skápunum, en þá ætlar Davíð að hefja sinn Paleo mánuð. Svo er að fara að versla í matinn og skipuleggja vikuna. Það sem er komið á matseðilinn er súpur, kjúklingaréttir og ég ætla að búa til cauliflower rice. Hrísgrjón eru bönnuð og því um að gera að búa til nýjar útgáfur.

Eyddi deginum í að gúggla hitt og þetta og varð sorgmædd að fá það staðfest að eftirfarandi er ekki paleo: hnetusmjör og poppkorn (þó það sé poppað í potti).

Mig á eftir að dreyma mat held ég næstu daga….

 Niðurstaða dagsins: mér er líður vel í maganum, fyrsta sinn í lengri tíma sem ég er ekki uppblásin og ómöguleg í maganum í lok dags.

 

 

Advertisements