Vaknaði með hausverk, vöðvabólgu og var frekar bumbult. Varð að koma einhverju niður þannig ég endaði í seríósi (svindl). Beilaði á mömmuleikfimi og lagði mig svo og vaknaði um hádegi. Þess má geta að Lilja var í öruggri umsjón föður síns meðan á þessu stóð. Þegar ég vaknaði skellti ég í mig smoothie með banana, jarðaberjum, mangó, chia fræjum og möndlumjólk. Svo varð ég aftur svöng stuttu seinna og fékk mér beikon og ber (áttum eftir að versla í matinn).

Við hentum alveg slatta úr skápunum (kex, nammi, sósur) og versluðum svo seinnipartinn. Mikið fór í frystinn, kjúlli (heill, bringur, leggir), tígrisrækjur og túnfiskur. En keyptum líka fullt af grænmeti og ávöxtum. Þetta var okkar dýrasta matarinnkaupaferð frá upphafi. 

Eldaði svo súpu til að eiga. Fann fína súpuuppskrift á cafesigrun.com. Tók smá tíma en gott að eiga í frysti og hita upp. Er algjör súpusjúklingur og ætla að hita þessa upp í hádeginu á morgun.

Snakk dagsins: heimagert guacamóle og niðurskorið grænmeti til að dýfa í. Stalst líka í smá harðfisk.

Image

Kvöldmaturinn var í boði Davíðs, heill kjúklingur og sætar kartöflur og blómkál í ofni. 

Image

 

Mjög gott hjá kallinum. Hann fékk samt að eiga afgangana til að taka með í vinnuna á morgun. Algjört möst að elda nóg og eiga afganga daginn eftir, léttir lífið.

Södd og sæl og öll að koma til af hausverknum.

P.s. möndlumjólk kostar einn handlegg

 

 

Advertisements