Fór út að borða á RUB23 á föstudagskvöld og leyfði mér smá. Sushipizza í forrétt, lax í aðalrétt og súkkulaðikaka í eftirrétt. Engin sósa með þessu og mikið af vatni og maginn góður.

Image

 

Laugardagurinn var góður en einkenndist af smá lystarleysi (eflaust vegna þess vegna hvað ég borðaði mikið á föstudagskvöldinu).

Morgunmatur: egg (var löt)

Hádegismatur: Hitaði upp restina af súpunni

Kaffi: Smoothie – möndlumjólk, jarðaber, bláber (sem ég týndi í sumar), banani

Kvöldmatur: salat með nautakjöti

Snarl: harðfiskur og bláber

Image

 

Venjulega sér Davíð um að kaupa gúrmé kjöt, en ég sá um það núna og sjæse hvað þetta er dýrt. En þess virði skilst mér á sumum.

Advertisements