Það var tekinn stór morgunmatur í dag. Möndlumjölspönnukökur, bláber, smá sýróp, appelsína (fékk alveg fáránlega djúsí úr Víði), egg og beikon. Nomm nomm.

Í hádegismat fékk ég mér Froosh og svo afganga af pönnukökunum. Svo var snarlað á epli og rúsínum.

Fór á kaffihús og stóðst allar freistingar, fékk bara te. Auður fékk sér eplaköku sem var frekar girnileg.

Kvöldmaturinn var steikt grænmeti og kjúklingaleggir. Ég gerði heiðarlega tilraun til að búa til ranch sósu frá grunni, hún var hræðileg, var strax hent og við bjuggum til létta dressingu úr sýrðum rjóma (svindl).

Annars hef ég verið einstaklega þreytt í dag og því mjög erfitt að standast gos og nammi. Þreyta kallar á gos hjá mér, hefur alltaf gert. Er heldur ekki að venjast djúsleysinu. Finnst eitthvað rangt við að taka lýsi og skola því svo niður með vatni, mér finnst vatn skrýtið á bragðið á morgnana (ég er skrýtin, ég veit).

Image

Myndin gefur ekki rétta mynd af magni, það var ábót við bæði.

Á afmæli á þriðjudaginn, fæ ég svindlmáltíð??? nachos, sushi, gos, nammi…. eða er það ekki þess virði?

Advertisements