Til að byrja með þá var gærdagurinn alveg paleo, egg og beikon í morgunmat, kjúkllasalat frá Hananum í hádeginu og gúrme þorskur í kvöldmat. Davíð ofnbakaði hann í bökunarpappír og er vægast sagt vonsvikinn að ég hafi ekki tekið mynd og sett á bloggið.

Dagurinn í dag byrjaði vel, egg, appelsína, möndlumjölspönnukökur í morgunmat. Í hádeginu bauð Davíð mér á Gló, fékk mér súpu og salat og smá af speltbrauði (smá svindl). Í dag nartaði ég í döðlur, banana og rúsínur. Svo í kvöldmat fékk ég naanwich af saffran, skyldi reyndar vefjuna meira og minna eftir (smá svindl aftur).

Svo varð ég nú að fá köku í tilefni dagsins.

Image

 

Ekkert á þessum disk er paleo en þetta var svindlið mitt í dag. Dagurinn var ekki hardcore paleo en flestir myndu seint segja að Gló og Saffran sé óhollt.

Morgundagurinn verður 100% Paleo.

Stöðutékk: ég er búin að missa 1 kg, pissaði heil ósköp (tmi) þannig það er eflaust vökvalosun. Líður vel í maganum, er orkumikil. Líður vel á æfingum, þannig ég er að borða nóg. Ég ætla klárlega að halda áfram. 

Advertisements