Aftur á paleo. Morgunmaturinn var frekar típískur, egg, beikon og appelsína. Og svo lýsi, D-vítamín og járn. Þrenna sem ég hef tekið síðan ég átti Lilju. Þurfti af illri nauðsyn að fara að taka járn þar sem ég þurfti að vinna upp smá blóðskort, indælt.

Hádegismatur eftir þrekpróf í morgun var smoothie og harðfiskur. 

Prufaði nýtt í snarlinu í dag, skar niður grænmeti og vafði kálblaði utan um. Bætti líka við möndlumús/smjöri við. Ágætis snarl.

Kvöldmatur var heill kjúklingur. Studdist við þessa maríneringu. Skar niður sætar kartöflur og henti í ofn. Svo gerði ég salat með spínati, gúrku, tómötum og döðlum. Kreisti svo lime yfir.

Image

Ég er alveg að farast úr nammilöngun núna. Fékk mér kristal plús til að reyna slá á. En ég veit af súkkulaðiplötu upp í skáp. Afgangur eftir að ég bakaði afmæliskökuna. Ekki málið að eiga til freistingu upp í skáp. Ef Davíð myndi segja við mig núna: Gefum skít í þetta, förum og fáum okkur nammi. Þá myndi ég ekki berjast á móti. Naaaaaaaaaaaaaammmiiiii 

Advertisements