Morgunmaturinn var típískur. Ætla samt að breyta til á morgun og gera omellettu.

Hádegismatur var afgangur af kjúlla og salat með.

Image

 

Í einhverju brjálæði langaði mig í smá sósu og skellti sinnepi á (hreinu) og saup hveljur við fyrsta bitann. Ekkert smá sterkt. Hrærði svo í þessu öllu og þynnti aðeins út sinnepið. Reddaðist.

Fór með afganginn af frönsku súkkulaðikökunni til litlu systur. Það var einbeittur brotavilji og ég fékk mér sneið. Neita að fá samviskubit, enda á að njóta ekki láta sér líða illa yfir að hafa borðað eitthvað.

Kvöldmatur var heimagerð súpa. Gulrætur og tómatar voru meginuppistaðan, uppskrift frá mömmu. Og að sjálfsögðu kókosmjólk í henni. Fannst vanta prótín með þannig ég gerði linsoðið egg og dró fram eggjabikarinn minn.

Image

 

Annars af heilsu er allt gott. Ég er hætt að prumpa, tmi ég veit. En samt svo mögnuð staðreynd að ég varð að segja frá. Maginn er sem sagt í toppstandi. Það er alveg nýtt að ég sé ekki að fara sofa með útþaninn maga. Ég er með jafnsléttan maga á kvöldin og á morgnana. Ég var líka svo gjörn að finnast ég ekki södd og fylla upp í “tómið” með kolvetni, brauði, hrísgrjónum og svofrv. Núna er ég södd og vel nærð en er aldrei að borða á mig gat. Líður bara vel. 

Advertisements