Bloggleti að hrjá mig. En verð nú að gera upp helgina. Það var egg, beikon og appelsína alla morgna, fös, lau og sun. Get ekki munað hvað ég fékk mér í hádegismat á fös en í kaffinu gerði ég möndlumjöls pönnukökur fyrir mig og Ernu frænku. Settum svo jarðaber ofan á og ég fékk mér kakó (smá svindl) eftir að hafa tekið klukkutíma labbitúr. Tengdó bauð okkur svo í mat um kvöldið og þar sem þau eru líka á paleo var það brilliant. Kókoskjúklingur og salat. Tengdó gerði svo sósu úr kókosmjólk og kryddum. Mér fannst það mjög gott. Borðaði mjög mikið (fyrir mig) enda nýbúin að klára erfiðan spinning tíma.

Image

Laugardagurinn var svindl dagur. Fékk pizzu á saffran. En hún var góð. Fór svo í strandblak (mæli með því). Meirihlutinn ræður og fórum við nokkrar á saffran (aftur) og ég fékk mér sæta kartöflu og smá súkkulaðibúðing. Kvöldmaturinn var lamb og með því. Svo datt ég í smá súkkulaði. En ákvað samt að leyfa mér ekki gos. Ætla halda áfram alveg gosleysi, komnir 14 dagar. 

Image

 

Sunnudagurinn var paleo morgunmatur, upphituð súpa (heimagerð), grænn smoothie, ávaxtasalat ala Erna frænka og svo lambalæri hjá tengdó. 

Image

 

Later

Advertisements