Ég er vanaföst og því ekki skrýtið að ég er meira og minna með sama morgunmatinn alltaf.

  • 2 egg
  • 2 beikon (þarf kannski að fara slaka á beikoninu)
  • appelsína (bætti við avokadó í morgun)
  • vatnsglas
  • lýsi
  • d-vítamín
  • járn

Hádegismaturinn í gær var smá erfiður. Frænka mín er á landinu og bauð í hádegismat. Hún bauð svo upp á brauð og álegg. Ég hafði ekki mikinn áhuga á að mæta með minn eigin mat þannig ég ákvað að gera þetta eins hollt og ég gæti. Fékk mér t.d. ekki hvítt brauð. Fékk mér hrökkkex með smjöri og grænmeti, sleppti osti. Fékk líka banana. Þegar ég kom heim fékk ég mér vínber og sveskjur.
Davíð vann frameftir og Lilja var ergileg og vildi bara vera í fanginu á mér, einhver vaxtakippur í gangi. Þannig hvorugt okkur nennti að elda. Þá var 2 fyrir 1 á Lifandi markað og Davíð náði sér í fisk og ég fékk grænmetisrétt. Og svo salat með, slepptum hrísgrjónum.

Dagurinn í dag er búinn að ganga furðu vel þrátt fyrir eina litla sem vill bara vera í fanginu á mér og sofa. Fékk mér típískan morgunmat, gerði smoothie í hádeginu og nartaði í harðfisk. Í kaffinu fékk ég mér smá appelsínu og kasjúhnetur.
Kvöldmaturinn var svo urriði úr frystinum sem ég eldaði. Gerði þessa maríneringu. Skar svo niður sætar kartöflur, gulrætur og kúrbít. Allt var þetta eldað í ofni.

Image

 

Ég og Davíð ákváðum svo að skipta á milli okkar dögunum. Þannig ég má velja hvað er á mínum dögum og öfugt. Svona í staðinn fyrir að hringjast á og spurja hvort annað, hvað eigum við að elda í kvöld.

Ég legg til að þið skoðið Punchfork síðuna. Hún er algjör snilld. Því miður er pinterest búin að kaupa síðuna og hún verður sameinuð pinterest 15. mars 😦 

En það eru komnir 15 dagar á paleo og því um að gera að taka svona milestones (á lélegri íslensku). Ég hef ekki misst fleiri kíló fyrir utan þetta eina. Hins vegar mældi ég mig 1. jan og aftur áðan og er 2 cm farnir á lærinu, 1 cm á rass/mjöðmum og 5 cm á maganum. Ég er ánægðust með magann enda enn að losa mig við meðgönguspik. Þetta er allt að koma, ég er að æfa lágmark 3x í viku: 2x mömmuleikfimi, 1x spinning og svo reyni ég að taka göngutúra. Væri samt alveg til í að lyfta meira, finnst fæturnir heldur rýrir. Væri nú til í að taka nokkrar góðar hnébeygjur haha.

Later

Advertisements