Ég fór í Bónus á miðvikudaginn og gladdist mjög að sjá möndlumjólk á 300 kr. Ákvað samt að kíkja á innihaldslýsinguna. Einhver staðar heyrði ég að innihaldinu sé raðað eftir magni, þeas að það sem mest er af kemur fyrst (sel það ekki dýrara en ég keypti það). Á þessari blessuðu fernu stóð Innihald: water, corn syrup, almonds…. Namm meira af corn syrup heldur en möndlum. Ástæðan komin afhverju þetta var svona ódýrt. Og fyrir utan það að mig langar ekkert að kaupa hollustuvöru svo kallaða sem er með corn syrup. Fór svo á enn meiri bömmer þegar ég kíkti á möndlumjólkina sem ég átti heima, Water, almonds, agave. Nú er agave ekkert betra heldur en annað samkvæmt sérfræðingum. En ég tók gleði mína á ný þegar ég fór í Víði í dag og fékk möndlumjólk án allra aukaefna.

Ég hef orðið mikinn áhuga á næringu og fannst áhugavert að horfa á fyrirlestur sem Robert Lustig hélt um sykur. Þegar ég sá svo að hann var að gefa út bók ákvað ég að kaupa hana, hún heitir Fat Chance: beating the odds against sugar, processed food, obesity and disease. Snilld að eiga kindle. Fjárfesti svo líka í paleo kokkabókum. Nóg að lesa þegar Lilja sefur.

Mataræði í dag og í gær var ekki alveg 100% paleo. Morgunmaturinn er alltaf 100%. Hádegið í gær var smoothie og harðfiskur, ávextir og hnetur í millimál en svo var okkur boðið í mat til mömmu og pabba. Þau voru með vængi, salat og grænmetisvefju. Þannig ég fékk mér yfir leiknum og leyfði mér vefjuna (kornvara). Um tíuleytið varð ég aftur svöng og harðsauð egg. Hugmynd frá Hönnu og Smára.

Í dag fór ég á kaffihús í hádeginu, þar sem um var að ræða 2 einfalda barnavagna og 1 tvíburavagn þá var ekki mikið úrval af stöðum. Ákvað að vera ekkert að vesenast og fékk mér samloku með osti og sólþurrkuðum tómötum og kaffi. Tvisvar kallaði starfsmaður yfir staðinn (sem var lítill): það er barn að gráta hérna úti. Bæði skiptin var það mitt barn, vá mamma ársins. Ég var södd frameftir degi af samlokunni líklega útaf kolvetnaleysi síðustu daga. Í kvöldmat var svo kjúklingaréttur sem ég gerði um daginn og blómkálshrísgrjón með. Er að elska þessi blómkálshrísgrjón.

Engin mynd í dag.

 

Advertisements