Það var engin rosa harka um helgina, en það er allt í góðu. Föstudagurinn var mjög fínn og ég skellti mér svo á aukaæfingu seinni partinn. Við ákváðum að leyfa okkur og útkoman var þessi.

Image

Image

Ég setti smá feta á salatið og fékk bernaise með kjötinu. Svo var gúrme rauðvín og hálfur draumur.

Laugardagurinn var reyndar fínn líka, egg, smoothie, steikt grænmeti, kjúklingur. Við nenntum ekki að elda kvöldmat og ég náði í kjúkling á Hanann í skeifunni.

Á sunnudeginum var mér boðið í amerískar pönnukökur hjá litlu systur. Eflaust út af hveitileysi síðustu daga, þá kom ég niður bara 2 stykkjum og var þá að springa. Áður hefði ég torgað mun fleiri.

Ég tók mig svo til og eldaði á sunnudagskvöldið úr uppskriftabók sem ég keypti. Kúrbítslasagna. Ég skar niður kúrbít í þunnar sneiðar sem var svo notað í staðinn fyrir lasagna plötur og steikti hakk. Ég fann ekki ítalska pulsu til að steikja með hakkinu eins og uppskriftin gerir ráð fyrir þannig ég skar niður beikon. Þetta var mjög fínt. Kannski ekki nógu gott samt til að við fáum löngun í þetta aftur.

Image

Tók súperhollan hádegismat á Lifandi Markað í hádeginu. En um þrjúleytið var Lilja súperhress en ég að sofna. Þannig ég var bara allt í einu komin með heitt kakó og Lindu Buff (aldrei að eiga til nammi heima). En ég er bara mannleg.

Image

Að öðru skemmtilegu þá eru komnir 21 dagur án gos. Drekk bara vatn fyrir utan stöku kaffibolla og kakó. 1,5 kg farið og ég bara mjög sátt. Fishí í kvöld. Over and out

Advertisements