Þessi vika byrjaði svo vel. Davíð elda þorsk fyrir okkur á mánudaginn. Hann er orðinn ótrúlega góður fisk kokkur og ég kann betur og betur að meta fisk.

Image

 

Þriðjudagur var aðeins slakari en ég fann uppskrift til að friða mig. Gerði fajitas en vafði því bara inn í salatblað.

Image

 

Ég marineraði kjúklinginn, lauk og papriku í klukkutíma og bætti við smá bjór í maríneringuna. Steikti svo allt saman. Gerði svo salsa og guacamóle frá grunni. Þetta varð bara svona fingramatur. Mjög gott. Þar sem sýrður rjómi er nó nó þá gerði ég þetta ekkert voðalega sterkt. 

Á miðvikudag fór þetta svo í ruglið, ég endaði á læknavaktinni útaf sýkingu. Davíð að vinna frameftir, engin orka í mér og tilheyrandi sjálfsvorkunn útaf veikindum. Ég pantaði pizzu…. jebb ég féll. Í gær fékk ég mér svo sushi. En ég hélt samt áfram í gosleysi og er ekki að fá mér brauð á daginn. Þó svo smá nammi hafi læðst inn í mataræðið þá er ég enn að borða mun meira af grænmeti og ávöxtum en áður.

Eftir að hafa “svindlað” svona finn ég að mig langar bara að halda áfram að borða hollt. Mér líður betur og ef ég ætla að leyfa mér þá verður það að vera eitthvað gúrme.

Mér sýnist á öllu að það verði bara ein æfing í þessari viku þökk sé þessum veikindum. En um leið og heilsan lagast þá dríf ég mig. 

Advertisements