Laugardagurinn var allt annað en paleo en góður var hann. Enduðum daginn á Tapas barnum í góðum félagsskap og röltum svo yfir á Loftið. Nýr staður þar sem La Prima Vera var áður. Mikið var hann fallegur að innan og kokteilarnir jafn fallegir. Setning kvöldsins var: Það er rosalega mikið áfengisbragð af þessum kokteil. 

Image

 

Ég byrjaði sunnudaginn betur og fór og verslaði heldur betur inn. Fór í Krónuna, Hagkaup og Víði til að fá örugglega allt sem mig vantaði. Gerði dauðaleit af frosnu avókadó þar sem það er ekki in season núna. Ég kaupi rándýra poka og eftir 3 daga er allt orðið ljótt og trenað. Þannig ég fann frosna bita í Hagkaup.

Image

 

Ég fékk mér reyndar hafragraut í morgun, enda lítið til á heimilinu og allir frekar þreyttir. Rosa gaman að fá sér smá í glas fá að sofa í einn og hálfan tíma og vera svo vakin af Lilju. Það eitt og sér gefur manni þynnku. Lilja ákvað að vera snuddukelling þannig að reglulega í alla nótt þurfti að stinga uppí hana snuðinu. Skynsemin í drykkju skilaði engu og þegar var kominn tími til að vakna leið mér eins og ég hafði djammað til 6. 

Annars vorum við öflug í eldamennskunni í dag. Omeletta með sólþurrkuðum tómötum og spínati (ala Davíð), paleo eplakaka (ala Ellen) og paleo nautakjötsgúllas (ala Davíð). Allt mjög gott þó svo að eplakakan hefði mátt vera aðeins styttra inn í ofni. Ég skellti svo smá grísku jógúrti með en kakan var alveg sykurlaus. Frekar grískt jógúrt heldur en dísæt kaka. 

Image

 

Mánuðurinn er alveg að vera búinn og ég er enn goslaus, vúpp vúpp. Þyngd og mælingar teknar á morgun og svo er planið að borða almennt paleo. Okkur líður vel á þessu og stefnum á 70-80% paleo. En svo er Flórída í mars og mig dreymir um Olive Garden, Cheesecake factory, ALVÖRU mexíkanskan mat, Firehouse sub….. matarperrinn mættur. 

Advertisements