Ég skellti í eitt paleo bananabrauð og það var svo gott að ég ætla að deila uppskriftinni.

1 bolli möndlusmjör (bolli er sirka 237 ml skvt uppskriftinni)
1 bolli möndlumjöl
3 þroskaðir bananar
2 egg
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft

Öllu hrært vel saman. Smurði brauðform og hellti svo deiginu í. Hitaði ofninn í 160 gráður með viftu og hafði í 30 mín. Uppskriftin sagði 35-40 mín en ofnar eru mismunandi þannig mér finnst ágætt að stytta tímann þegar ég er að gera í fyrsta sinn. Og 30 mínútur voru alveg nóg. Brauðið dúnmjúkt og gott.

Image

Höfðum svo lax í kvöldmat og steiktum kúrbít og sætar kartöflur með.

Image