Jæja, komin tími á einhverjar niðurstöður.

Til að byrja með þá er ég enn goslaus (frá áramótum). Hef samt alveg farið í sleik við pepsi dós af löngun en stóðst samt mátið að opna hana. Ég hef minnkað paleo í svona 70-80%, allur matur sem við eldum er 100% paleo meira og minna. Leyfi mér nammi af og til, en ég fæ svo heiftarlega í magann af því að ég torga minna en ég gerði áður. Við kaupum bara ekki brauð inn og því er ekkert brauð borðað nánast.

Ég fékk svo niðurstöður úr fitumæling, fór í byrjun jan og svo aftur í síðustu viku. Ég verð eiginlega að segja að ég er í sjokki.

Missti 2,6 kg og er núna léttari en ég var fyrir meðgöngu. Ég minnkaði ummál á upphandlegg, læri, rass og maga. Mest fór af maganum eða 4,5 cm. Eeeeeen ég minnkaði fituprósentuna um 6,2 prósent. Ég er s.s. núna að detta í skilgreininguna íþróttakona (í fitukvarða). 

Ég ætla samt ekki að gera lítið úr undratækinu henni Lilja sem drekkur og drekkur þessa dagana. Ég hef lítin áhuga að missa fleiri kíló, finnst ég komin með ansi rýra fætur. Þannig planið er að passa að borða nóg, og stefni á að bæta á mig vöðvum. Langar að efla mig í armbeygjum. Svo er grindin öll að koma til þannig ég er farin að geta hlaupið, hægt bara. 

Ég á fyrir og eftir mynd af maganum á mér en eins og er legg ég ekki í að sýna það. Einhver spéhræðsla.

S.s. paleo og almennt hollt mataræði, æfingar 3x í viku plús göngutúrar, ásamt mjólkurgjafabrennslu eru að skila mér mjög góðum niðurstöðum. Er tilbúin fyrir Flórída jeeee

Advertisements