Afmælisdagur

Til að byrja með þá var gærdagurinn alveg paleo, egg og beikon í morgunmat, kjúkllasalat frá Hananum í hádeginu og gúrme þorskur í kvöldmat. Davíð ofnbakaði hann í bökunarpappír og er vægast sagt vonsvikinn að ég hafi ekki tekið mynd og sett á bloggið.

Dagurinn í dag byrjaði vel, egg, appelsína, möndlumjölspönnukökur í morgunmat. Í hádeginu bauð Davíð mér á Gló, fékk mér súpu og salat og smá af speltbrauði (smá svindl). Í dag nartaði ég í döðlur, banana og rúsínur. Svo í kvöldmat fékk ég naanwich af saffran, skyldi reyndar vefjuna meira og minna eftir (smá svindl aftur).

Svo varð ég nú að fá köku í tilefni dagsins.

Image

 

Ekkert á þessum disk er paleo en þetta var svindlið mitt í dag. Dagurinn var ekki hardcore paleo en flestir myndu seint segja að Gló og Saffran sé óhollt.

Morgundagurinn verður 100% Paleo.

Stöðutékk: ég er búin að missa 1 kg, pissaði heil ósköp (tmi) þannig það er eflaust vökvalosun. Líður vel í maganum, er orkumikil. Líður vel á æfingum, þannig ég er að borða nóg. Ég ætla klárlega að halda áfram. 

Advertisements

Dagur 6

Það var tekinn stór morgunmatur í dag. Möndlumjölspönnukökur, bláber, smá sýróp, appelsína (fékk alveg fáránlega djúsí úr Víði), egg og beikon. Nomm nomm.

Í hádegismat fékk ég mér Froosh og svo afganga af pönnukökunum. Svo var snarlað á epli og rúsínum.

Fór á kaffihús og stóðst allar freistingar, fékk bara te. Auður fékk sér eplaköku sem var frekar girnileg.

Kvöldmaturinn var steikt grænmeti og kjúklingaleggir. Ég gerði heiðarlega tilraun til að búa til ranch sósu frá grunni, hún var hræðileg, var strax hent og við bjuggum til létta dressingu úr sýrðum rjóma (svindl).

Annars hef ég verið einstaklega þreytt í dag og því mjög erfitt að standast gos og nammi. Þreyta kallar á gos hjá mér, hefur alltaf gert. Er heldur ekki að venjast djúsleysinu. Finnst eitthvað rangt við að taka lýsi og skola því svo niður með vatni, mér finnst vatn skrýtið á bragðið á morgnana (ég er skrýtin, ég veit).

Image

Myndin gefur ekki rétta mynd af magni, það var ábót við bæði.

Á afmæli á þriðjudaginn, fæ ég svindlmáltíð??? nachos, sushi, gos, nammi…. eða er það ekki þess virði?

Dagur 5

Fór út að borða á RUB23 á föstudagskvöld og leyfði mér smá. Sushipizza í forrétt, lax í aðalrétt og súkkulaðikaka í eftirrétt. Engin sósa með þessu og mikið af vatni og maginn góður.

Image

 

Laugardagurinn var góður en einkenndist af smá lystarleysi (eflaust vegna þess vegna hvað ég borðaði mikið á föstudagskvöldinu).

Morgunmatur: egg (var löt)

Hádegismatur: Hitaði upp restina af súpunni

Kaffi: Smoothie – möndlumjólk, jarðaber, bláber (sem ég týndi í sumar), banani

Kvöldmatur: salat með nautakjöti

Snarl: harðfiskur og bláber

Image

 

Venjulega sér Davíð um að kaupa gúrmé kjöt, en ég sá um það núna og sjæse hvað þetta er dýrt. En þess virði skilst mér á sumum.

Aside

Morgunmatur: egg, beikon, bláber
Snarl fyrir æfingu: banani
Æfing
Hádegismatur: fékk mér boost um leið og ég kom heim, svo eftir sturtu og að hafa nært Lilju hitaði ég upp afganga gærkvöldsins og súpu. S.s. vel borðað í hádeginu.

Er svo búin að vera narta í bláber, harðfisk og sveskjur. Fer út að borða í kvöld á RUB23, stefni á fisk. Held ég hafi aldrei pantað mér fisk á veitingastað nema það hafi ekki verið val um annað. 

Annars hef ég verið að lesa bloggið www.kriskris.com í einhvern tíma. Þetta er 26 ára gamall læknanemi með mikinn áhuga á næringafræði. Mjög skemmtileg lesning. Hann var einnig að opna nýja síðu, sem er ekki eins persónuleg. Ein skemmtileg grein hjá honum um C-vítamín. Rannsóknir sýna að það hefur nánast engin áhrif á kvefið. Þannig að þú getur torgað í þig c-vítamín þegar þú ert veikur en bottom line þá hefur það takmörkuð áhrif.

Matseðill dagsins

Set bara inn matseðil dagsins.

Morgunmatur: egg, beikon, apelsína

Hádegismatur: súpa frá því í gær og ég gerði paleo pönnukökur (egg, möndlumjöl, stappaðir bananar og smá kanill)

Kvöldmatur: bjó til þennan rétt. Að búa til blómkálshrísgrjón var smá vinna en þau komu vel út, bætti reyndar meiri kókosmjólk út í en uppskriftin sagði til og sauð lengur. Svo notaði ég tómat púrré í staðinn fyrir pumpkin purré. En þetta var mjög gott og ég borðaði vel af þessu. 

Image

 

Snakk dagsins: sveskjur, harðfiskur, restin af pönnukökunum (sjá mynd að ofan, til hægri)

Fékk ágætis ábendingu áðan um að konur með barn á brjósti þyrftu að passa að fá næg kolvetni. Kolvetni fást líka úr ávöxtum og grænmeti. Sjá hér. En ef mér finnst brjóstamjólkin eitthvað minnka þá ætla ég að bæta inn spelt brauði.

Byrjaði illa, endaði vel

Vaknaði með hausverk, vöðvabólgu og var frekar bumbult. Varð að koma einhverju niður þannig ég endaði í seríósi (svindl). Beilaði á mömmuleikfimi og lagði mig svo og vaknaði um hádegi. Þess má geta að Lilja var í öruggri umsjón föður síns meðan á þessu stóð. Þegar ég vaknaði skellti ég í mig smoothie með banana, jarðaberjum, mangó, chia fræjum og möndlumjólk. Svo varð ég aftur svöng stuttu seinna og fékk mér beikon og ber (áttum eftir að versla í matinn).

Við hentum alveg slatta úr skápunum (kex, nammi, sósur) og versluðum svo seinnipartinn. Mikið fór í frystinn, kjúlli (heill, bringur, leggir), tígrisrækjur og túnfiskur. En keyptum líka fullt af grænmeti og ávöxtum. Þetta var okkar dýrasta matarinnkaupaferð frá upphafi. 

Eldaði svo súpu til að eiga. Fann fína súpuuppskrift á cafesigrun.com. Tók smá tíma en gott að eiga í frysti og hita upp. Er algjör súpusjúklingur og ætla að hita þessa upp í hádeginu á morgun.

Snakk dagsins: heimagert guacamóle og niðurskorið grænmeti til að dýfa í. Stalst líka í smá harðfisk.

Image

Kvöldmaturinn var í boði Davíðs, heill kjúklingur og sætar kartöflur og blómkál í ofni. 

Image

 

Mjög gott hjá kallinum. Hann fékk samt að eiga afgangana til að taka með í vinnuna á morgun. Algjört möst að elda nóg og eiga afganga daginn eftir, léttir lífið.

Södd og sæl og öll að koma til af hausverknum.

P.s. möndlumjólk kostar einn handlegg

 

 

Gleðilegt nýtt ár

Jæja, fyrsta máltíð dagsins var hádegismatur þökk sé litlu svefnpurkunni minni.

Image

 

Allt saman paleo samþykkt:

 • 3 egg (brúnegg)
 • 2 beikonlengjur
 • smá avokadó (góð fita)
 • Vínber, hindber, bláber (í skálinni)

Yfir daginn nartaði ég svo í epli, sveskjur, vínber og fékk mér smá kasjúhnetur.

Fórum svo í afganga hjá tengdó og ég svindlaði smá. Fékk mér hangikjöt (var ekkert búin að fá um jólin) og waldorfsalat (sýrður rjómi). Hitt var í lagi, kalkúnn, sætar kartöflur og heimagert rauðkál (eða er það svindl líka). Og það var engin sósa með þessu. 

Mig er búið að langa í nammi í allan dag, og það var erfitt að horfa á Davíð fá sér jólaöl með kvöldmatnum.

Planið á morgun er að henda úr skápunum, en þá ætlar Davíð að hefja sinn Paleo mánuð. Svo er að fara að versla í matinn og skipuleggja vikuna. Það sem er komið á matseðilinn er súpur, kjúklingaréttir og ég ætla að búa til cauliflower rice. Hrísgrjón eru bönnuð og því um að gera að búa til nýjar útgáfur.

Eyddi deginum í að gúggla hitt og þetta og varð sorgmædd að fá það staðfest að eftirfarandi er ekki paleo: hnetusmjör og poppkorn (þó það sé poppað í potti).

Mig á eftir að dreyma mat held ég næstu daga….

 Niðurstaða dagsins: mér er líður vel í maganum, fyrsta sinn í lengri tíma sem ég er ekki uppblásin og ómöguleg í maganum í lok dags.

 

 

Paleo mataræði í janúar

Ég hef ákveðið að fara á paleo mataræði í allan janúar og til að auka pressuna á sjálfa mig þá ætla ég að blogga um það. Fyrir þá sem ekki vita hvað paleo/steinaldarmataræði er þá snýst það um að borða eins og steinaldarmennirnir, svona í grófum dráttum.

Það sem má:

 • Allt kjöt, fiskur og aðrar sjávarafurðir, allt óunnið að sjálfsögðu
 • Grænmeti
 • Ávextir
 • Hnetur, fræ og egg

Bannað:

 • Kornvörur (hveiti, haframjöl og svo frv)
 • Mjólkurvörur
 • Baunir
 • Sykur

Þetta er mataræðið í grófum dráttum, ef þið hafið áhuga að lesa ykkur nánar til þá er þetta fínasta síða Paleo Diet Lifestyle.

Mjólkurvörurnar á ég ekki erfitt með enda með mjólkuróþol og notast nú þegar mikið við kókosmjólk og sojamjólk. Hinsvegar er sojamjólk (baunir) bönnuð þannig ég ætla snúa mér meira að kókos og möndlumjólk.

Held að sykurinn og kornvörur (brauð) verði erfiðast, sérstaklega eftir jólin. Það er eins og neysla á sykri kalli á meiri sykur.

Stefni á að blogga á hverjum degi, segja frá matarplani hvers dags, mæla með uppskriftum og síðum, segja hvernig gengur og hvernig líðanin er.

Úff gangi mér vel á nýju ári.